Æskulýður Andvara

Þessi blogsíða er ætluð æskulýðsnefnd Andvara og er stefnan að upplýsa og skemmta fólki með reglulegum pistlum og skoðanaskiptum um það sem er í gangi hjá okkur hverju sinni.

þriðjudagur, janúar 08, 2008

Kynning á námskeiðum 2008

Námskeið Æskulýðsnefndar Andvara 2008.

Framundan er spennandi ár fyrir Andvarakrakka. Boðið verður upp á úrval námskeiða auk þess sem ýmsar uppákomur verða í vetur. Einnig er Landsmótsár svo að áhersla verður lögð á að undirbúa keppendur sem best fyrir keppni á Landsmóti.

Þau námskeið sem í boði verða í vetur eru.

Barnanámskeið (fyrir 9 ára og yngri), kennari er Sigrún Sigurðardóttir.

Námskeiðin verða haldin á mánudögum og er um að ræða 10 tíma námskeið. Námskeiðin kosta kr. 10 þúsund

Knapamerki:

Boðið verður upp á öll 5 stig knapamerkjananna. Sigrún Sigurðardóttir mun kenna 5. stig og verður það kennt á mánudögum í reiðhöllinni en bóklegir tímar verða ákveðnir með reiðkennara.

Oddrún Ýr Sigurðardóttir mun kenna hin 4 stigin og verða þau kennd á Miðvikudögum í reiðhöllinni en bóklegir tímar ákveðnir með reiðkennara.

Æskulýðsnefnd áskilur sér rétt til að fella niður stig ef ekki er næg þátttaka. Áhugasamir geta fengið nánari upplýsingar um Knapamerkin með því að fara inn á http://www.holar.is/knapamerki/

Grænt merki = 17.000 kr

Gult merki = 22.000 kr

Rautt merki = 27.000 kr

Blátt merki = 32.000 kr

Fjólublátt merki = 33.000 kr

Keppnisnámskeið:

Boðið verður upp á keppnisnámskeið og munu þau hefjast í mars. Þar verður lögð áhersla á að undirbúa þátttakendur fyrir Landsmótsúrtökuna. Rétt er að leggja áherslu á að þessi námskeið eru sniðin að þörfum þeirra sem ætla að taka þátt í keppni og því mikilvægt að mæta aðeins með þann hestakost sem þátttakendur stefna með í keppni í vor og sumar.

Námskeiðin kosta 15. þúsund

Kynning á dagskrá vetrarins og skráning á námskeiðin fer fram í félagsheimili Andvara Fimmtudaginn 10. janúar frá klukkan 19. Einnig er hægt að skrá í gegnum síma 661-2363 frá klukkan 20 sama dag .

Á sama tíma verður tekið á móti greiðslum vegna námskeiðanna og er posi á staðnum.

Æskulýðsnefnd Andvara.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim